10. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. nóvember 2022 kl. 09:15


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:15
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:24
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:15
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:15
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:15
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:15
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:15

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) Greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og á Laugalandi 1997-2007 Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar mættu Hlín Sæþórsdóttir, Hólmfríður Berentsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Svala Ísfeld Ólafsdóttir. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Gestir viku af fundi kl. 10:25.
Nefndin ræddi málið.

3) 211. mál - sjúklingatrygging Kl. 10:45
Dagskrárlið frestað.

4) 345. mál - greiðslumat Kl. 10:45
Ákveðið var að Oddný G. Harðardóttir verði framsögumaður málsins.

5) 213. mál - fjarvinnustefna Kl. 10:45
Ákveðið var að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

6) 298. mál - markviss öflun gagna um líðan, velferð og efnahag eldra fólks Kl. 10:45
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út 31. október 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun nefndar á 4. fundi. Ákveðið var að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50